Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

HBO Max staðfestir komu sína til Íslands

epa08448549 A billboard for the new streaming service HBO Max in New York, New York, USA, 27 May 2020. The new streaming service, which is a subsidiary of AT&T's WarnerMedia, launched today in a reported effort to compete with Netflix.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA

HBO Max staðfestir komu sína til Íslands

05.10.2021 - 14:06

Höfundar

Streymisþjónustan HBO Max tilkynnti í dag að Ísland sé meðal þeirra sjö þjóða sem veitan ætlar að opna dyr sínar fyrir í Evrópu. Þjónustan verður í boði hér á landi á næsta ári.

Meðal efnis sem verður í boði á streymisveitunni er efni frá Warnes Bros, HBO, DC, Cartoon Network og Max Originals. HBO Max var stofnað í Bandaríkunum í maí í fyrra og hóf dreifingu sína á heimsvísu í júní á þessu ári. Forsvarsmenn streymisveitunnar sendu frá sér tilkynningu í morgun þar sem segir að Íslands sé meðal landa sem þjónustan verður í boði. Verðið fyrir áskrifendur er sagt vera 5,99 evrur á mánuði á Spáni og í Finnlandi, sem samsvarar tæpum 900 krónum á mánuði miðað við gengi dagsins. 

HBO Max er ætlað að veita streymisveitum eins og Netflix, Viaplay, Amazon Prime og Disney+ harða samkeppni. Christina Sulebakk hjá HBO Max segir að tilkoma veitunnar til Evrópu færi streymisþjónustu í álfunni upp í nýjar hæðir og þar sé eitthvað í boði fyrir alla fjölskylduna á viðráðanlegu verði. 

Er þessari efnisveitu ætlað að leysa af hólmi fyrri efnisveitu HBO í Evrópu. Meðal þess sem verður í boði á streymisveitunni eru titlar eins og Harry Potter, The Lord of the rings, The Shining, The Joker, Game of Thrones, The Sopranos, Sex and the city, Gossip girl og Friends sem og barnaefni úr smiðju Looney tunes, Tommi og Jenni og Stuðboltastelpurnar. 

Þá verður einnig boðið upp á efni frá Evrópu, meðal annars frá Spáni, Rúmeníu, Noregi, Danmörku, Póllandi og Ungverjalandi. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

HBO Max væntanleg til Íslands í haust