Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Greinileg sár í hlíðum eftir aurskriður næturinnar

03.10.2021 - 15:58
Mynd: Landhelgisgæslan / Landhelgisgæslan
Aðgerðastjórn lögreglustjórans á Norðurlandi eystra situr á fundi og fer yfir gögn frá Landhelgisgæslunni, sem flaug yfir skriðusvæðið í Suður-Þingeyjarsýslu í dag.

Ekki er talið óhætt að aflétta rýmingu á svæðinu, en fimm bæir voru rýmdir í nótt vegna ofankomu og skriðuhættu. Hættustig er enn í gildi í Kinn og Útkinn og óvissustig vegna úrkomu á öllum Tröllaskaga. 

Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, segir að þótt dregið hafi úr úrkomu í dag standi slökkvilið Fjallabyggðar enn í ströngu við að dæla vatni.

„Það var fundað í morgun og við erum akkúrat núna að fara yfir gögn sem voru að berast frá Gæslunni, við vorum í eftirlitsferð með henni eftir hádegið. Það er bara úrvinnsla á gögnum núna sem verið er að fara yfir og við tökum ákvörðun í kjölfarið,“ segir hann. 

Myndefnið sem fylgir fréttinni er úr eftirlitsferð Landhelgisgæslunnar. 

Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan
Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan