Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Þúsundir mótmæla lögum gegn þungunarrofi

02.10.2021 - 18:52
Mynd: AP / AP
Þúsundir bandarískra kvenna komu saman á hátt í sjö hundruð stöðum í Bandaríkjunum í dag til að mótmæla lögum gegn þungunarrofi. Stærsta mótmælagangan fór fram í höfuðborginni Washington þar sem mótmælendur marseruðu að húsnæði hæstaréttar Bandaríkjanna.

 

Ákall þeirra er til stjórnvalda um að stöðva tilraunir til herðingar á löggjöf um þungunarrof í landinu. Samkvæmt nýrri lagabreytingu í Texas má ekki framkalla þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu og hægt verður að sækja þau til saka sem aðstoða þungaða konu að rjúfa meðgöngu eftir þann tíma. 

 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV