Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Spenna milli Frakka og Alsír í kjölfar ummæla Macrons

02.10.2021 - 22:49
epa09498457 French President Emmanuel Macron reacts as he speaks to journalists upon his arrival at the presidential Elysee Palace as part of the closing ceremony of the Africa2020 season, which presented the views of the civil society from the African continent and its recent diaspora in different sectors of activity in Paris, France, 30 September 2021. - The Season 2020 focused on innovation in the arts, sciences, technology, entrepreneurship and the economy.  EPA-EFE/LUDOVIC MARIN / POOL  MAXPPP OUT
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL
Sendiherra Norður-Afríkuríkisins Alsír var kallaður heim frá Frakklandi í dag í kjölfar ummæla Emmanuels Macron Frakklandsforseta um stjórnmál og stjórnarhætti Alsírs sem lýst er sem ólíðandi afskiptum af innanríkismálum.

Franska dagblaðið Le Monde greindi frá því að Macron hefði látið afar gagnrýnin ummæli falla um stjórnvöld þessarar fyrrum nýlendu Frakka á fundi með afkomendum þeirra sem börðust í Alsírstríðinu.

Þar sagði hann meðal annars sögu Alsírs hafa verið endurritaða í pólítískum tilgangi, gegnsýrðum hatri á Frakklandi. Hann sagðist þó ekki eiga við alsírskt samfélag í heild heldur hina ráðandi stétt sem hann sagði reka hernaðarstjórnmál í landinu.

Stjórnmálakerfið sagði hann vera orðið veiklað eftir langvinnt andóf Hirak, hreyfingar stjórnarandstæðinga sem neyddi Abdelaziz Bouteflika fyrrverandi Alsírforseta frá völdum 2019. 

Nokkur spenna hefur einnig ríkt milli ríkjanna vegna ákvörðunar Frakka í síðustu viku að draga úr vegabréfsáritum alsírskra, marókanskra og túnískra ríkisborgara. 

Þetta er í annað skipti sem sendiherra Alsír er kallaður heim frá Frakklandi, það gerðist einnig í maí á síðasta ári þegar frönsk sjónvarpsstöð sýndi heimildamynd um Hirak. 

Alsír var nýlenda Frakklands allt frá árinu 1830 þar til landið öðlaðist sjálfstæði í kjölfar Alsírstríðsins 1962.