Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 nærri Keili

02.10.2021 - 15:36
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Nokkuð snarpur jarðskjálfti fannst á suðvesturhorni landsins klukkan 15:32. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands var skjálftinn 4,2 af stærð. Upptök skjálftans voru 1.1 kílómetra suðsuðvestur af Keili, þar sem mikil skjálftavirkni hefur verið síðustu daga.

Þetta er stærsti jarðskjálftinn í þessari skjálftahrinu á Reykjanesskaga sem hófst á mánudag. Skjálftarnir hafa flestir verið á 5-6 kílómetra dýpi.

Fólk varð vart við skjálftann á öllu suðvesturhorni landsins og að Borgarnesi. Hér í Efstaleiti var líkt og hefðu verið tveir skjálftar, einn smærri og svo annar nokkuð snarpur nokkrum sekúndum síðar.

Fréttin verður uppfærð.

Olofre's picture
Ólöf Rún Erlendsdóttir