Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Neyðarástand áfram við mæri Póllands og Hvíta Rússlands

epa09493120 Soldiers of Latvian National Armed Forces (NAF) with their quadricycles at the construction site of barbed wire fence, donated by the Slovenian Ministry of Defense on the state border with Belarus in Kraslava region, Latvia, 28 September 2021. This fence will cover the most critical border areas. Since August 10, a total of about 850 people have been reportedly deterred from crossing the state border illegally. According to the officials of Latvia, Lithuania and Poland, the pressure of migrants on the border is organized by Belarus.  EPA-EFE/VALDA KALNINA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Pólska þingið samþykkti í gær að neyðarástand við landamærin að Hvíta-Rússlandi skuli framlengt um sextíu daga. Ásókn flótta- og farandfólks yfir landamæri Hvíta Rússlands til Evrópusambandsríkjanna Lettlands, Litháen og Póllands, hefur aukist mjög undanfarnar vikur og mánuði.

Mariusz Kaminski, innanríkisráðherra Póllands fullyrðir að fólk sem komist hefur yfir landamærin hafi tengsl við hryðjuverka- eða glæpasamtök. Þegar hafi á annað þúsund flóttamanna verið handtekin í Póllandi. 

Evrópusambandið lýsir miklum áhyggjum af örlögum flóttafólksins en fimm hafa látist við austurlandamæri sambandsins síðustu tvo mánuði. Það segja talsmenn sambandsins að sé algerlega óásættanlegt.

Þúsundir pólskra hermanna eru á vakt við landamærin þar sem komið hefur verið upp gaddavírsgirðingum til að hindra för fólks. Hjálparstarfsfólki og blaðamönnum er meinaður aðgangur.

Hjálparstofnanir hafa þó óskað eftir að fá að liðsinna flóttafólki enda sé tekið að kólna og því mikil hætta á ferðum. Eins er fullyrt að pólsk stjórnvöld meini flóttafólki að sækja um hæli og neyði það aftur yfir til Hvíta Rússlands.

Pólverjar saka hvítrússnesk stjórnvöld um að beina flóttafólki að landamærunum í hefndarskyni fyrir refsiaðgerðir Evrópusambandsins.