Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fleiri rafmagnsstrætisvagnar á götuna

30.09.2021 - 16:28
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Tveir nýir Iveco metan vagnar fyrir 60 milljónir króna hefja akstur í næsta mánuði. Strætó bs hefur sett sér markmið um kolefnislausan flota 2030.

Hjá fyrirtækinu eru 85 vagnar í akstri, 67 dísel, 15 rafmagns og 3 metan vagnar.  Auk þess eru 50 vagnar frá Kynnisferðum og 25 hjá Hagavögnum í akstri fyrir Strætó b.s.

„Við stefnum á útboð á rafmagnsvögnum í lok þess árs. Eins og staðan er núna þá erum við að tryggja okkur um 400 milljón króna fjármögnun áður en við bjóðum út", segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri. „Hugmyndin er að kaupa bæði hefðbundna 12 metra rafvagna og 22ja sæti minni vagna sem henta vel á styttri leiðum."  

Rafmagnsvagnarnir voru teknir í notkun 2018 og hafa reynst vel. Þeir eru bæði umhverfisvænni og hagkvæmari í akstri. „Við leggjum mikla áherslu á að nota þá eins mikið og hægt er."  Strætó bs hefur sett sér markmið um kolefnislausan flota 2030, segir framkvæmdastjórinn. 
 

Arnar Björnsson