Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sex moskum lokað í Frakklandi

29.09.2021 - 03:48
Mynd með færslu
Moskan í Creteil í París. Mynd: Wikimedia Commons
Sex moskum í Frakklandi verður lokað og starfsemi tveggja samtaka múslíma bönnuð að ákvörðun innanríkisráðherra landsins. Til stendur að banna fleiri slík samtök í landinu.

Þetta kemur fram í viðtali við Gérald Darmanin innanríkisráðherra í franska dagblaðinu Le Figaro.

Sænska ríkisútvarpið greindi frá málinu á vef sínum þar sem haft er eftir ráðherranum að grunur leiki á að róttækir íslamistar hafi notað moskurnar til að dreifa boðskap sínum.

Darmanin segir að tíu samtök til viðbótar verði leyst upp, fern þegar í næsta mánuði. Sömuleiðis segist hann hafa hvatt ráðuneyti til að synja þeim múslímaklerkum eða imömum um landsvistarleyfi sem sendir eru þangað frá erlendum ríkjum. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV