Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Óvissustig almannavarna vegna óveðurs

28.09.2021 - 09:20
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Aftakaveður verður á Vestfjörðum, þar sem appelsínugul veðurviðvörun verður í gildi frá því fyrir hádegi og langt fram á kvöld.

Lægðinni fylgir öflugt úrkomusvæði, sem mun skila talsverðri eða mikilli rigningu á láglendi nyrðra, en slyddu eða snjókomu inn til landsins. 

Fréttastofa RÚV fylgist með gangi mála í beinni textalýsingu í allan dag. Lesendur geta sent okkur myndir og myndskeið á [email protected]