Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Einstök dönsk upptaka af Lennon á uppboði

epa09485609 A cassette with the recording of four Danish schoolboys' interviews with John Lennon and Yoko Ono during the famous couple's winter 1970 stay in Thy, in Jutland, Denmark, are on display at the Bruun Rasmussen Auction House in Copenhagen, Denmark, 24 September 2021. The cassette along with polaroid photographs from the visit will be auctioned on 28 September and are expected to fetch between 25,000 and 40,000 euro.  EPA-EFE/Ida Marie Odgaard DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX

Einstök dönsk upptaka af Lennon á uppboði

28.09.2021 - 06:23

Höfundar

Uppboðshúsið Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn telur að um fimmtíu ára gömul kassetta eigi eftir að seljast fyrir jafnvirði allt að sex og hálfrar milljónar króna. Á kassettunni eru upptökur af viðtali danskra drengja við John Lennon og Yoko Ono, auk þess sem þau tóku nokkur tóndæmi. Þar á meðal er eitt lag sem talið er að hvergi sé til annars staðar á upptöku.

Drengirnir tóku viðtalið við þau John og Yoko fyrir skólablað í janúar árið 1970. Fréttastofa BBC hefur eftir Karsten Højen, einum drengjanna sem tók viðtalið, að þeir hafi þá verið sextán ára gamlir hippar. Þeir höfðu mestan áhuga á friðarpælingum þeirra Lennon og Ono.

Það kom Dönum nokkuð á óvart að bítillinn og listakonan væru í Skyum Bjerge á norðvestanverðu Jótlandi af öllum stöðum. Þangað voru þau komin til þess að njóta samvista með Kyoko, yngri dóttur Yoko Ono. Kyoko bjó þá í Danmörku með föður sínum Anthony Cox, fyrrverandi eiginmanni Ono, og eiginkonu hans Melindu. Lengi vel fengu þau að vera í friði en þegar fréttist af ferðum þeirra þarna boðuðu þau til blaðamannafundar.

Voru með upptökugræjur að láni

Fjórir vaskir drengir sannfærðu kennarann sinn um að fá að fara á blaðamannafundinn til að ná þau John og Yoko tali fyrir skólablaðið sitt. Kennarinn samþykkti og saman óku þeir á vettvang. Þeim seinkaði vegna veðurs og færðar, en fengu þó að koma ásamt fleiri blaðamönnum sem voru seinir á ferðinni.

Vopnaðir kassettutæki og hljóðnema ræddu þeir við parið. Højen segir aðstæður hafa verið notalegar, þau Lennon, Ono, Cox-hjónin og Kyoko komu sér þægilega fyrir á sófa á móti drengjunum.

John og Yoko tóku lagið

Eftir spjall um aðgerðir þeirra í þágu friðar tók Lennon upp gítarinn og söng smellinn Give Peace A Chance. Þá spilaði parið saman stutta laglínu sem þau kölluðu Radio Peace, eða Útvarp Friður. Lagið var samið fyrir útvarpsstöð sem aldrei fór í loftið, og lagið var aldrei gefið út. Þetta er því að öllum líkindum eina upptakan sem til er af því að sögn Højen.

Drengirnir tóku viðtalið örfáum mánuðum áður en Bítlarnir lögðu upp laupana. Það var ekki fyrr en nokkrum áratugum síðar sem Højen áttaði sig á gerseminni sem hann hafði í fórum sínum. Hann leigði bankahólf til að geyma kassettuna í, en hún verður boðin upp í Kaupmannahöfn í dag. Uppboðshúsið telur mestar líkur á að hún lendi í höndum safnara eða í fórum safns.
Með kassettunni fylgja myndir af fundinum og skólablaðið sem viðtalið var birt í.

epa09485558 An cassette with the recording of four Danish schoolboys' interviews with John Lennon and Yoko Ono during the famous couple's winter stay in Thy, in Jutland, Denmark, in 1970, photographed at Bruun Rasmussen Auction House in Copenhagen, Denmark, 24 September 2021. The cassette, containing the interview and the song 'Radio Peace', and polaroid  pictures from the visit will be auctioned on 28 September, and is valued at between 25, 000 and 40, 000 euro.  EPA-EFE/Ida Marie Odgaard  DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX

Tengdar fréttir

Fólk í fréttum

Áður óþekkt lag með John Lennon boðið upp