Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þessi taka sæti á Alþingi– konur í meirihluta þingmanna

26.09.2021 - 10:49
Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Kristján Þórisson - RÚV
Alþingiskosningarnar eru sögulegar fyrir margra hluta sakir. Meirihluti þingmanna eru konur í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Þær eru 33 talsins. Þá er yngsti þingmaðurinn til að ná kjöri á meðal þeirra sem taka sæti.

Ríkisstjórnin hélt velli og rúmlega það í Alþingiskosningunum. Nú liggja lokatölur fyrir úr öllum kjördæmum og samkvæmt þeim náðu átta flokkar kjöri. Sósíalistaflokkur Íslands, Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn og Ábyrg framtíð náðu ekki manni á þing. 

Konur eru 33 og karlar 30. Þetta er í fyrsta sinn í lýðræðissögunni sem konur eru í meirihluta á þingi og þá er þetta einnig einsdæmi í Evrópu.

Yngsti þingmaður sögunnar til að ná kjöri er Lenya Rún Taha Karim. Hún er tuttugu og eins árs og tekur sæti fyrir Pírata í Reykjavík norður. Hún er 22 dögum yngri  en Jóhanna María Sigmundsdóttir var þegar hún tók sæti fyrir Framsóknarflokkinn árið 2013. Þá tekur Tómas Andrés Tómasson sæti á þingi. Hann er elsti maðurinn til að taka sæti á þingi, 72 ára. 

Hér að neðan má sjá lista yfir þá þingmenn sem náðu kjöri:

Reykjavík norður:

 1. Guðlaugur Þór Þórðarson- Sjálfstæðisflokki.
 2. Katrín Jakobsdóttir- Vinstri grænum.
 3. Halldóra Mogensen- Pírötum.
 4. Helga Vala Helgadóttir- Samfylkingu.
 5. Ásmundur Einar Daðason- Framsóknarflokki.
 6. Diljá Mist Einarsdóttir- Sjálfstæðisflokki.
 7. Steinunn Þóra Árnadóttir- Vinstri grænum.
 8. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir- Viðreisn.
 9. Tómas Andrés Tómasson- Flokki fólksins.
 10. Andrés Ingi Jónsson- Pírötum.
 11. Lenya Rún Taha Karim- Pírötum.

Reykjavík suður:

 1. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir- Sjálfstæðisflokki.
 2. Svandís Svavarsdóttir- Vinstri grænum.
 3. Kristrún Mjöll Frostadóttir- Samfylkingu.
 4. Lilja Alfreðsdóttir- Framsóknarflokki.
 5. Hildur Sverrisdóttir- Sjálfstæðisflokki.
 6. Björn Levý Gunnarsson- Pírötum.
 7. Inga Sæland- Flokki fólksins.
 8. Hanna Katrín Friðriksson- Viðreisn.
 9. Birgir Ármansson- Sjálfstæðisflokki.
 10. Arndís Anna K. Gunnarsson- Pírötum.
 11. Rósa Björk Brynjólfsdóttir- Samfylkingu.

Suðvesturkjördæmi:

 1. Bjarni Benediktsson- Sjálfstæðisflokki.
 2. Jón Gunnarsson- Sjálfstæðisflokki.
 3. Willum Þór Þórsson- Framsóknarflokki.
 4. Guðmundur Ingi Guðbrandsson- Vinstri grænum.
 5. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir- Viðreisn.
 6. Bryndís Haraldsdóttir- Sjálfstæðisflokki.
 7. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir- Pírötum.
 8. Þórunn Sveinbjarnardóttir- Samfylkingu.
 9. Guðmundur Ingi Kristinsson- Flokki fólksins.
 10. Óli Björn Kárason- Sjálfstæðisflokki.
 11. Ágúst Bjarni Garðarsson- Framsóknarflokki.
 12. Karl Gauti Hjaltason- Miðflokki.
 13. Sigmar Guðmundsson- Viðreisn.

Suðurkjördæmi

 1. Guðrún Hafsteinsdóttir- Sjálfstæðisflokki.
 2. Sigurður Ingi Jóhannsson- Framsóknarflokki.
 3. Ásthildur Lóa Þórsdóttir- Flokki fólksins.
 4. Vilhjálmur Árnason- Sjálfstæðisflokki.
 5. Jóhann Friðrik Friðriksson- Framsóknarflokki.
 6. Ásmundur Friðriksson- Sjálfstæðisflokki.
 7. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir- Framsóknarflokki.
 8. Oddný G. Harðardóttir- Samfylkingu.
 9. Birgir Þórarinsson- Miðflokki.
 10. Hólmfríður Árnadóttir- Vinstri grænum.

Norðausturkjördæmi:

 1. Ingibjörg Ólöf Isaksen- Framsóknarflokki.
 2. Njáll Trausti Friðbertsson- Sjálfstæðisflokki.
 3. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir- Vinstri grænum.
 4. Líneik Anna Sævarsdóttir- Framsóknarflokki.
 5. Logi Már Einarsson- Samfylkingu.
 6. Berglind Ósk Guðmundsdóttir- Sjálfstæðisflokki.
 7. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson- Miðflokki.
 8. Jakob Frímann Magnússon- Flokki fólksins.
 9. Þórarinn Ingi Pétursson- Framsóknarflokki.
 10. Jódís Skúladóttir- Vinstri grænum.

Norðvesturkjördæmi.

 1. Stefán Vagn Stefánsson- Framsóknarflokki.
 2. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir- Sjálfstæðisflokki.
 3. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir- Framsóknarflokki.
 4. Bjarni Jónsson- Vinstri grænum.
 5. Haraldur Benediktsson- Sjálfstæðisflokki.
 6. Eyjólfur Ármannsson- Flokki fólksins.
 7. Halla Signý Kristjánsdóttir- Framsóknarflokki.
 8. Guðmundur Gunnarsson- Viðreisn.

Af þessum þingmönnum eru 26 sem eru kjörnir á þing í fyrsta sinn. Nokkrir þeirra hafa tekið sæti á Alþingi sem varamenn. Nokkrir þingmenn sem sóttust eftir endurkjöri náðu ekki inn á þing. Má þar nefna Brynjar Níelsson þingmann Sjálfstæðisflokks, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur þingmann Vinstri grænna, Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar.