Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Puigdemont lofar að mæta til réttarhalda í október

epa09487193 A frame grab made from a video shows former Catalan regional premier Carles Puigdemont in Alghero, Sardinia, 25 September 2021. Catalan pro-independent leader and former regional President Carles Puigdemont was released from an arrest on Friday 24 September after he was arrested in the Italian island of Sardinia a day earlier in the evening, under a international warrant asked by Spanish authorities, four years after he run away from judicial authorities amid the inquiry of the illegal referendum held in Catalonia in 2017.  EPA-EFE/SIAS BEST QUALITY AVAILABLE
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu á Spáni og Evrópuþingmaður kveðst snúa aftur til Belgíu á mánudag. Hann heitir því að snúa aftur til Ítalíu til að vera viðstaddur þinghald í byrjun október um framsal til Spánar.

Hann var handtekinn á Sardiníu á Ítalíu en hann hefur verið í útlegð í Belgíu frá árinu 2017. Puigdemont var látinn laus eftir næturdvöl í fangelsi en honum ber að mæta til réttarhalda 4. október þar sem ákvarðað verður hvort hann skuli framseldur til Spánar.

Hann heitir að gera það og segist alltaf hafa verið viðstaddur réttarhöld gegn honum. Puigdemont var fagnað af stuðningsmönnum þegar hann yfirgaf fangelsið á Sardiníu.

Hann kveðst nauðsynilega þurfa að fara til Belgíu enda sé fyrirhugaður fundur í utanríkisverslunarnefnd sem hann þurfi að sækja.

Puigdemont hefur verið eftirlýstur frá 2019 vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu 2017. Spænsk stjórnvöld úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega.