Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mætti á Farmal á kjörstað í Breiðagerðisskóla

25.09.2021 - 09:45
Mynd: Bragi Valgeirsson / RÚV
Kjörfundur hófst venju samkvæmt í Breiðagerðisskóla klukkan níu og var það tilkynnt með glæsibrag. Einn kjósandi mætti á forláta Farmal Cub á kjörstað, með íslenska fánann í öndvegi og snjótönn framan á, ef færð yrði til trafala.

Það er ekki hægt að kvarta undan veðrinu á höfuðborgarsvæðinu. Einn kjósandi dró fram fararstkjóta af dýrari gerðinni og viðraði gamla Farmal í haustblíðunni. Meðfylgjandi myndir tók Bragi Valgeirsson myndatökumaður.