Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sprengingar í eldgosinu á La Palma valda höggbylgjum

24.09.2021 - 15:25
epa09484756 The Cumbre Vieja volcano is seen in El Paso, La Palma, Canary Islands, Spain, 24 September 2021. The volcano began to erupt in Rajada Mountain in the municipality of El Paso on 19 September. The area had registered hundreds of small earthquakes along the week as magma pressed the subsoil on its way out, urging the regional authorities to evacuate locals before the eruption took place.  EPA-EFE/CARLOS DE SAA
 Mynd: EPA - RÚV
Eldgosið á eyjunni La Palma er enn í fullum gangi. Íbúar á eyjunni sáu höggbylgju frá gígnum. Sprengingar í gígnum valda höggbylgjunni.Sprengivirkni í gígnum er heldur að aukast.

Gosið hefur nú staðið yfir í tæpa viku og valdið þó nokkru eignartjóni á eyjunni.

Á vefsíðunni Volcano Discovery segir að sprengivirkni hafi aukist nokkuð seinustu klukkutíma með höggbylgjum eins og þeim sem sést hér að neðan. Höggbylgjurnar eru það öflugar að rúður geta brotnað í allt að þriggja kílómetra fjarlægð. Vegna aukinnar sprengivirkni hafa yfirvöld stækkað rýmingarsvæðið, til að mynda í Tajuya og Tacande, sem búið var að rýma að hluta. Gosmökkurinn frá eldgosinu rýs nánast lóðrétt um 3-4 kílómetra upp í loftið. Þá er einnig greint frá því að ný gígur hafi opnast í útjaðri aðalgígsins. 

Höggbylgjur eða hljóðbylgjur sem þær sem sáust í dag sáust einnig hér á landi í eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010. Í gosmekki eldgosa verður mikið umrót í lofthjúpnum. Heit kvika streymir upp í gígopið og heit gös þéttast og mynda dropa sem oft innihalda gjóskukorn. Við þetta myndast kjörskilyrði fyrir því að rafhleðslur skiljast að í mekkinum sem skilar sér í eldingum og þrumum.  Þetta kemur fram á Vísindavef Háskóla Íslands. 

Í vikunni rýmdu yfirvöld um fjörtíu íbúðarhús í bænum El Paso eftir að ný sprunga opnaðist í eldfjallinu Cumbre Vieja. Á sjöunda þúsund íbúar eyjunnar hafa neyðst til að forða sér eftir að eldgosið hófst. 

Myndband af höggbylgjunni má sjá hér að neðan.