Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Puigdemont handtekinn á Ítalíu

epa07922225 Ousted former Catalan leader Carles Puigdemont takes part in a protest with Catalan supporters in Brussels, Belgium, 15 October 2019. The Spanish Supreme Court on 14 October 2019 issued a fresh European arrest warrant for the deposed former president following its sentencing of former Catalan Vice President Oriol Junqueras to 13 years in jail for sedition and misuse of public funds. Several other political leaders were also handed multi-year prison sentences for their roles in holding a failed independence vote in 2017.  EPA-EFE/OLIVIER HOSLET
Carles Puigdemont. Mynd: EPA-EFE - EPA
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu á Spáni og Evrópuþingmaður, var handtekinn á Ítalíu í kvöld. Puigdemont hefur verið í útlegð í Belgíu frá árinu 2017, þegar hann flúði land eftir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins í óþökk spænska ríkisins.

Puigdemont var handtekinn við komuna til Sardiníu, þar sem hann var á ferð sem Evrópuþingmaður, að sögn lögmannsins Gonzalo Boye.

Puigdemont verður leiddur fyrir áfrýjunardómstól í Sassari á Sardiníu í dag, þar sem úrskurðað verður hvort hann verði framseldur eða honum verði sleppt, hefur AFP fréttastofan eftir Josep Lluis Alay, starfsmannastjóra Puigdemont.

Evrópsk handtökuskipun var gefin út vegna Puigdemont í október árið 2019. Hann naut friðhelgi sem Evrópuþingmaður allt þar til í mars. Auk hans var friðhelgi þeirra Toni Comin og Clara Ponsati aflétt, en þau eru öll þrjú eftirlýst á Spáni vegna þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna árið 2017. Katalónar samþykktu þá sjálfstæði, en stjórnvöld í Madríd samþykktu ekki kosningarnar og sögðu þær stríða gegn stjórnarskránni.