Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fjórir flóttamenn dáið úr kulda við landamæri Póllands

24.09.2021 - 08:19
epaselect epa09436768 Polish border guards stand at the Polish-Belarusian border near Usnarz Gorny village, north-west Poland, 30 August 2021. The number of migrants from Iraq, Syria, Afghanistan and other countries trying to cross the Belarusian border into neighbouring EU states has increased sharply in recent months. According to official sources, a group of 24 people, including 20 men and four women but no children, camped at Usnarz Gorny on the Belarusian side of the Polish-Belarusian border.  EPA-EFE/ARTUR RESZKO POLAND OUT
 Mynd: EPA
Að minnsta kosti fjórir flóttamenn hafa dáið úr kulda í skóginum á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands á undanförnum vikum. Þar dvelur nokkur fjöldi flóttafólks sem segir að þeim hafi verið vísað ólöglega frá Póllandi af pólskum landamæravörðum. Hitastigið í skóginum fer vel undir frostmark á næturna.

Stjórnvöld í Lettlandi, Póllandi og Litháen hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fjölda flóttamanna frá Mið-Austurlöndum sem hafa komið yfir landamærin frá Hvíta-Rússlandi. Með neyðarástandinu er lögreglu og landamæravörðum heimilt að beita valdi til að snúa flóttamönnum við á landamærunum. Þá er þeim ekki skylt að taka við umsóknum um alþjóðlega vernd.

Ríkin þrjú og valdamenn í Brussel saka Alexander Lúkasjenko, forseta Hvíta-Rússlands, um að beina flóttamönnum að landamærum nágrannaríkjanna í hefndarskyni. Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hafa sagt nauðsynlegt að grípa til hefndaraðgerða vegna refsiaðgerða Vesturlanda.