Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fimm fórust í stórhríð á fjallinu Elbrus

24.09.2021 - 11:55
epa09484845 An undated handout picture made available 24 September 2021 by the press service of the Kabardino-Balkarian branch of the Russian Ministry for Civil Defence, Emergencies and Elimination of Consequences of Natural Disasters (EMERCOM of Russia) shows rescues during a rescue and seach operation on the Mount Elbrus in the Caucasus Mountains, Kabardino-Balkaria republic, Southern Russia. On Mount Elbrus, at the altitude more than 5000 meters, due to worsening weather conditions, a group of  climbers asked for help on 23 September 2021. The death toll rose to 5 people, 14 climbers were saved.  EPA-EFE/EMERCOM OF RUSSIA PRESS SERVICE HANDOUT MANDATORY CREDIT/BEST QUALITY AVAILABLE/ HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Elbrus er í Kákasus-fjallgarðinum, sunnarlega í Rússlandi.  Mynd: EPA-EFE - EMERCOM OF RUSSIA
Fimm fjallgöngumenn létust í stórhríð í gær á fjallinu Elbrus í Rússlandi. Óveðrið skall á þegar um tuttugu manna hópur var á niðurleið, í fimm þúsund metra hæð.

Þeim sem lifðu af var bjargað við erfiðar aðstæður. Ellefu þeirra eru á sjúkrahúsi með kalsár, þar af tveir á gjörgæslu.

Á leiðinni upp veiktist einn fjallgöngumannanna og snéri til baka með einum af fararstjórunum. Göngumaðurinn lést þegar neðar var komið. Fararstjórinn beið eftir hópnum í nokkra klukkutíma en snéri svo í grunnbúðir og kallaði út björgunarsveit. Hinir komust á tind fjallsins en lentu í stórhríðinni skall á leiðinni niður. Einn fótbrotnaði, tveir frusu til bana og tveir misstu meðvitund og létust. 

Elbrus er hæsta fjall Evrópu, 5.642 metra hátt. Þar er vinsælt að ganga á sumrin og skíða yfir vetrartímann. Umferð rússneskra ferðamenna hefur aukist nokkuð þar í faraldrinum. Ferðamenn voru 30 prósent fleiri á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma árið 2019. 

Lögregla hefur hafið rannsókn á því hvort skipuleggjendur hafi lagt upp í gönguna án þess að nægilega vel hafi verið hugað að heilsu og öryggi göngumanna. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir