Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Chauvin áfrýjar dómnum

epa09105715 Protesters march through downtown Minneapolis on the first day of opening statements for the murder trial of former Minneapolis police officer Derek Chauvin who was charged in the death of George Floyd, in Minneapolis, Minnesota, USA, 29 March 2021.  EPA-EFE/CRAIG LASSIG
 Mynd: epa
Fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin hefur ákveðið að áfrýja dómi sínum vegna morðsins á George Floyd. Lögmenn hans vísa til 14 umkvörtunarefna í tengslum við réttarhöldin yfir honum í sumar að sögn AFP fréttastofunnar. 

Chauvin var dæmdur í rúmlega 22 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Floyd að bana með því að þrýsta hné sínu að hálsi hans í nærri tíu mínútur á meðal Floyd lá á götunni. Andlát Floyds í maí í fyrra varð kveikjan að mörgum kröfugöngum fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum.

Chauvin sakar nú Minnesotaríki um að hafa beita sig misrétti og bendir til að mynda á fjölda vankanta varðandi val á kviðdómi. Hann beið með áfrýjun sína allt þar til frestur var við það að renna út í gærkvöld.

Vegfarendur náðu því á myndband þegar Chauvin varð Floyd að bana. Þrír aðrir lögreglumenn mættu á vettvang vegna gruns um að Floyd hafi greitt fyrir vörur í verslun í Minneapolis með fölsuðum tuttugu dala seðli. Þeir handtóku Floyd og héldu honum niðri á meðan Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans.

Óvíst er hvort Chauvin hefði verið ákærður, og hvað þá dæmdur, ef atvikið hefði ekki náðst á myndband. Í upphaflegu lögregluskýrslunni var andlát Floyds sagt hafa orðið af heilsufarslegum ástæðum. Því var svo breytt eftir útbreiðslu myndbandsins.

Það tók kviðdóm innan við tíu klukkustundir að úrskurða Chauvin sekan. Hann var dæmdur fyrir morð af annarri og þriðju gráðu, og manndráp af annarri gráðu. Hinir þrír lögreglumennirnir mæta fyrir dóm í Minnesota á næsta ári.