Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að stöðugleiki í gjaldeyrismálum sé eitt helsta mál flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Einnig vilji þau gera grundvallarbreytingar á kvótakerfinu.
Í sjávarútvegsmálum leggur Viðreisn meðal annars til að í stað veiðigjalds verði ákveðinn hluti kvótans boðinn upp á markaði, og með samningum til 20 til 30 ára sé pólitískri óvissu eytt og eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni tryggt og staðfest.
„Það þarf engan geimvísindamann til að sjá að útgerðin getur borgað meira,“ sagði hún ennfremur.