Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Vill lækka kostnað heimilanna og vinna gegn loftslagsvá

22.09.2021 - 20:11
Mynd: RÚV / RÚV
Viðreisn vill lækka kostnað heimilanna, vinna gegn loftslagsvánni með nýsköpun, gera gangskör að bættri heilbrigðisþjónustu með fleiri rekstrarformum og stokka upp kvótakerfið. Viðreisn telur unnt að lækka kostnað meðalheimilis um 72 þúsund krónur á mánuði með því að tengja krónuna.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að stöðugleiki í gjaldeyrismálum sé eitt helsta mál flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Einnig vilji þau gera grundvallarbreytingar á kvótakerfinu.

Í sjávarútvegsmálum leggur Viðreisn meðal annars til að í stað veiðigjalds verði ákveðinn hluti kvótans boðinn upp á markaði, og með samningum til 20 til 30 ára sé pólitískri óvissu eytt og eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni tryggt og staðfest.

„Það þarf engan geimvísindamann til að sjá að útgerðin getur borgað meira,“ sagði hún ennfremur.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV