Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Heimamenn staðráðnir í að endurbyggja kirkjuna

22.09.2021 - 22:44
Mynd: RÚV / Björgvin Kolbeinsson
Nær allir íbúar í Grímsey reyndu að bjarga því sem hægt var þegar Miðgarðakirkja brann til grunna í nótt. Þrátt fyrir mikla sorg eru heimamenn staðráðnir í að endurbyggja kirkjuna.

Það var laust fyrir miðnætti sem mikill eldur kom upp í kirkjunni sem stóð syðst í þorpinu.

Miðgarðar eru nyrsti kirkjustaður á Íslandi en kirkjan var byggð árið 1867 og stóð allt þar til í nótt.

Nær allir eyjaskeggjar mættu í nótt til að aðstoða slökkviliðsmenn og reyna að bjarga því sem bjargað varð.

Rannsókn á brunanum hófst eftir hádegi í dag þegar tæknimenn frá lögreglu, Mannvirkjastofnun og slökkviliði komu til Grímseyjar. Flestir bendir til þess að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni.

En þrátt fyrir sorg í dag þá eru Grímseyingar staðráðnir í að byggja kirkjuna upp á ný.