Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Banatilræði við aðstoðarmann Úkraínuforseta

22.09.2021 - 09:42
epa08809904 (FILE) Ukraine's President Volodymyr Zelensky ahead of a meeting with British Prime Minister Boris Johnson in 10 Downing Street, Central London, Britain, 08 October 2020 (reissued 09 November 2020). According to reports on 09 November 2020, Ukraine's President Volodymyr Zelenskyannounced on his Facebook page that he has tested positive for coronavirus.  EPA-EFE/WILL OLIVER / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Talsmaður innanríkisráðherra Úkraínu segir að reynt hafi verið að ráða helsta aðstoðarmann forsetans Volodymyr Zelenski af dögum í morgun.

Skotárás var gerð að bíl aðstoðarmannsins Sergei Shefir og er bílstjórinn sagður alvarlega særður. Tíu skot hæfðu bílinn, en Shefir slapp ómeiddur samkvæmt fyrstu fregnum.

Iryna Venediktova, ríkissaksóknari Úkraínu, segir rannsókn hafna vegna morðtilraunar. Þá er viðbúnaður í Kænugarði vegna árásarinnar. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV