Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Heldur virðist hafa dregið úr gosinu á La Palma

21.09.2021 - 04:41
Erlent · Hamfarir · Afríka · eldgos · Evrópa · kanaríeyjar · La Palma · Pedro Sanchez · Spánn
epaselect epa09477865 People look at the smoke rising up from the Cumbre Vieja volcano in La Palma, Spain, 20 September 2021. The new volcano began to erupt in Montana Rajada in the municipality of El Paso on 19 September. The area had registered hundreds of small earthquakes along the week as magma pressed the subsoil on its way out, urging the regional authorities to evacuate locals before the eruption took place.  EPA-EFE/Miguel Calero
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Heldur virðist hafa dregið úr krafti eldgossins í fjallinu Rajada á La Palma í Kanaríeyjaklasanum. Gosið hófst á sunnudag og hefur þegar valdið talsverðu eignatjóni.

Yfirvöld tilkynntu í gær að hraunstraumurinn frá gígnum næði hálfa vegu til hafs. Varað er við sprengingum og að menguð, hættuleg gasský spretti upp þegar hraun vellur út í haf.

Eldgosið hófst á sunnudaginn en frá 11. september var talsverð skjálftavirkni við fjallið. og síðan þá hafa vel á sjötta þúsund yfirgefið heimili sín.

Enginn hefur slasast en um eitthundrað hús hafa eyðilagst í hamförunum. Spánarher var kallaður til aðstoðar og Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar segir náið fylgst með framvindu mála.

Eldfjallið er sunnarlega á eyjunni La Palma þar sem búa um 80 þúsund manns. Fimmtíu ár eru liðin síðan fjallið lét síðast finna fyrir sér en eldvirkni er mikil á þessum slóðum.