Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Framkvæmdastjóri KSÍ snúinn aftur til starfa

21.09.2021 - 19:51
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, er komin aftur til starfa eftir að hafa farið í leyfi í kjölfar ásakana um að sambandið hafi hylmt yfir kynferðis- og ofbeldisbrot liðsmanna karlalandsliðsins.

Greint er frá þessu á vef Fréttablaðsins. Þar er haft eftir starfandi formanni KSÍ, Gísla Gíslasyni, að það sendi verði út yfirlýsing í kvöld vegna málsins. 

Stjórn KSÍ og Guðni Bergsson, formaður, sögðu af sér í lok ágúst. Guðni hafði haldið því fram í viðtali í Kastljósi að ekki hafi borist tilkynning um kynferðisofbeldi landsliðsmanna. Daginn eftir greindi Þórhildur Gyða Arnarsdóttir frá því í viðtali við fréttastofu að landsliðsmaður hafi beitt hana ofbeldi árið 2017 og greitt henni miskabætur. Foreldrar hennar hafi verið í samskiptum við formann KSÍ vegna málsins.