Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

250 í sóttkví á Austurlandi en engin ný smit

21.09.2021 - 07:41
Mynd með færslu
 Mynd: Reyðarfjörður - RÚV/Rúnar Snær Reynisson
Alls eru um 250 manns í sóttkví á Austurlandi flestir í tengslum við smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar og leikskólanum Lyngholti. Skólahald á Reyðarfirði hefur legið niðri síðan í síðustu viku og skólarnir verða ekki opnaðir fyrr en á fimmtudag.

Tuttugu eru í einangrun í fjórðungnum eins og stendur en smitin greindust víða um báða skólana og erfiðlega gekk að rekja þau.

Um það bil fimmtíu sýni voru tekin á Reyðarfirði og Egilsstöðum í fyrradag og öll reyndust neikvæð en samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn á Austurlandi er viðbúið að einhverjir þeirra sem nú eru í sóttkví greinist smitaðir við síðari sýnatöku. Margir þeirra fara í sýnatöku í dag og búast má við að staðan verði metin á morgun þegar niðurstaða liggur fyrir.