Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Telja lík Gabrielle Petito vera fundið

20.09.2021 - 00:22
Mynd með færslu
 Mynd: North Port Police - RÚV
Bandaríska alríkislögreglan segir að lík sem fannst í Grand Teton-þjóðgarðinum í Wyoming-ríki sé hin 22 ára gamla Gabrielle Pe­tito sem leitað hefur verið að um nokkra hríð.

Hún hvarf sporlaust í ferðalagi með Brian Laundrie unnusta sínum um Bandaríkin en fjölskylda hennar tilkynnti um að hún væri horfin þann 11. september síðastliðinn.

Foreldrar hennar heyrðu seinast frá henni seint í ágúst. Þá var hún í Wyomyng. Umfangsmikil leit hófst umsvifalaust. 

Hvarfið vakti talsverða athygli enda var Petito iðin við að birta myndir úr ferðalaginu á Instagram þar sem hún naut talsverðra vinsælda.

Ferðalagið hófst í júlí í sumar en í septemberbyrjun kom Laundrie einn heim. Nú er hann einnig horfinn og hans leitað en foreldrar hans segjast ekki hafa séð hann síðan á þriðjudaginn var.   
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV