Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Pfizer: Bóluefnið öruggt fyrir börn frá fimm ára aldri

20.09.2021 - 11:36
epa09291815 A health worker shows a Pfizer vaccine during a new vaccination day against covid-19 in Tegucigalpa, Honduras, 21 June 2021. Honduras resumes vaccination against covid-19 after receiving more than 212,000 doses of Pfizer donated under the Covax mechanism, promoted by the World Health Organization (WHO).  EPA-EFE/Gustavo Amador
 Mynd: EPA
Prófanir á Pfizer-bóluefninu við COVID-19 gefa til kynna að efnið sé öruggt fyrir börn á aldrinum 5-11 ára, samkvæmt yfirlýsingu bandaríska lyfjafyrirtækisins Pfizer og þýska lyfjaþróunarfyrirtækisins BioNTech.

Fyrirtækin hafa nú þegar staðfest að þau muni sækja um leyfi fyrir bóluefninu fyrir þennan aldurshóp, en í minni skömmtum en fyrir fullorðna og börn 12 ára og eldri. Prófanir á börnum frá sex mánaða aldri eru enn í gangi. 

Efnið fékk markaðsleyfi í Evrópu fyrir börn á aldrinum 12-15 ára í lok maí á þessu ári, fimm mánuðum eftir að það var samþykkt fyrir fullorðna. Það var ekki fyrr en í ágúst sem landlæknisembættið hér á landi mælti sérstaklega með bólusetningu fyrir börn á aldrinum 12-15 ára en nú hafa næstum 70 prósent þeirra fengið að minnsta kosti einn skammt af Pfizer. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV