Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Gróðureldar kviknuðu á Grikklandi í kvöld

20.09.2021 - 23:53
epa09406425 Firefighter Nektarios Iakovakis battles flames during a wildfire at the village of Pefki in the Evia, Greece, 08 August 2021. Fires that broke out in Attica and Evia island this week have burned more than a quarter of a million stremmas, the National Observatory of Athens' center Beyond said on 08 August. Some 76,150 stremmas (7,615 hectares) have been burnt so far in northern Attica. At Evia island the surface area of burnt land is measured at 197,940 stremmas (19,794 hectares). These figures concern only the fires in Attica and Evia, but dozens of large fires have affected several areas across the country.  EPA-EFE/KOSTAS TSIRONIS
Skógareldar hafa brunnið víða í Evrópu í sumar. Þessi mynd er tekin í Grikklandi í ágúst, Mynd: EPA - RÚV
Gróðureldar brutust út í kvöld nærri bænum Nea Makri norðaustur af Aþenu höfuðborg Grikklands. Um það bil sjötíu slökkviliðsmenn berjast nú við eldana en íbúum hefur verið ráðlagt að yfirgefa heimili sín.

Í síðasta mánuði fórust þrír í eldum sem eyðilögðu um það bil 100 þúsund hektara lands á Grikklandi. Eldar loguðu einnig víða í sunnanverðri Evrópu og Norður-Afríku í sumar og sumstaðar varð manntjón.

Vísindamenn hafa árum saman varað við því að líkur væru á því að gróðureldar myndu aukast að umfangi og styrk í kjölfar þess að styrkur gróðurhúsalofttegunda hefur aukist í andrúmsloftinu með tilheyrandi breytingum á loftslagi jarðarinnar.