Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Rúm milljón dala fyrir fyrstu prentun af Frankenstein

Mynd með færslu
 Mynd: Universal Studios - Public D.  - Wikimedia Commons

Rúm milljón dala fyrir fyrstu prentun af Frankenstein

19.09.2021 - 18:03

Höfundar

Eintak af fyrstu prentun bókarinnar um Frankenstein var selt fyrir rúma milljón bandaríkjadala á uppboði í New York nýverið. Mary Shelley, höfundur bókarinnar, prentaði bókina sjálf í 500 eintökum. Hún er í þremur bindum og innbundin.

Að sögn fréttastofu CNN taldi uppboðshúsið Christie's að bókin yrði seld fyrir um 200 til 300 þúsund dali, en kaupandinn reiddi fram rúma milljón 1,17 milljón dala, jafnvirði um 150 milljóna króna. Upphæðin er sú hæsta sem greidd hefur verið fyrir bók sem gefin er út af konu.

Mynd með færslu
 Mynd: Uppboðshús Christie's - Christie's