Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ekki nýtt eldgos heldur tunglið að stríða fólki

Mynd með færslu
 Mynd: Björg Guðlaugsdóttir - RÚV
Það sem fjöldi fólks taldi vera annað eldgos austan við Fagradalsfjall reyndist vera tunglið. Þetta kemur fram á Facebook síðu Veðurstofu Íslands en töluvert af tilkynningum barst þangað og allir höfðu sömu sögu að segja af greinilegum bjarma austan við eldstöðvarnar.

Eins og áður sagðir reyndist það vera máninn sjálfur að stríða eins segir í færslu starfsmanns Veðurstofunnar. „Glóandi appelsínugult á lit og rétt náði að gægjast á milli lágskýjanna, enda staðsett mjög nálægt sjóndeildarhringnum frá okkur séð.“

Hraun flæðir nú í stríðum og fagurlituðum straumum í átt að Nátthaga en hraunrennslið þangað hefur verið lítið sem ekkert síðustu vikurnar. Engin virkni var í gosinu í níu daga þangað til það tók við sér að nýju 11. september.