Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Utanríkisráðherra Hollands segir af sér

16.09.2021 - 20:10
epa09472334 Dutch Foreign Affairs minister Sigrid Kaag, announces her resignation, after MPs voted in favor of a motion of censure against her, in The Hague, Netherlands, 16 September 2021. The House of Representatives submitted a motion of censure against Kaag because of the chaotic evacuation from Afghanistan.  EPA-EFE/Sem van der Wal
 Mynd: EPA-EFE - ANP
Sigrid Haag, utanríkisráðherra Hollands, sagði af sér fyrr í dag. Embætti ráðherrans hefur verið harðlega gagnrýnt af þingmönnum fyrir að hafa staðið illa að brottflutningi fólks frá Afganistan eftir valdtöku Talíbana. Tillaga um vantraust á ráðherrann var samþykkt í þinginu með 78 atkvæðum gegn sjötíu og tveimur.

Fjöldi fólks skilinn eftir í Afganistan

Hollenskar herflugvélar hafa þegar flutt yfir 2.100 manns frá Afganistan, bæði til Hollands sem og nágrannaríkja.

Gagnrýnin hefur hins vegar snúið að hundruðum manna, þar á meðal hollenskum ríkisborgurum, sem skildir voru eftir þar sem þeir komust ekki á flugvöll í Afganistan á tilsettum tíma. Margir þeirra voru af afgönskum uppruna og hluti þeirra gæti talist í hættu í landinu vegna starfa fyrir fyrri ríkisstjórn Afgana.

Sigrid sagði sjálf að þingið hafi lýst því að embættið hafi verið óábyrgt, því hafi hún séð sig knúna til þess að segja sig frá embættinu. „Ráðherra verður að víkja ef stefnu hennar hefur verið hafnað“ sagði Sigrid, er fréttastofa Reuters greinir frá.