Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Segir kerfið hafa leyft kynferðisofbeldi að viðgangast

epa09470326 US Olympic gymnasts Simone Biles is sworn in to testify during a Senate Judiciary hearing about the Inspector General's report on the FBI handling of the Larry Nassar investigation of sexual abuse of Olympic gymnasts, on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 15 September 2021.  EPA-EFE/SAUL LOEB / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL

Segir kerfið hafa leyft kynferðisofbeldi að viðgangast

16.09.2021 - 00:02
Ein dáðasta fimleikakona heims, Simone Biles, bar vitni í dag fyrir nefnd á vegum öldungadeild bandaríkjaþings um fyrrum lækni sinn, Larry Nassar. Nassar var læknir bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum um árabil og afplánar nú 175 ára fangelsisdóm fyrir að hafa kynferðislega áreitt hundruði liðsmanna. Biles segir ábyrgðina vera Nassars, en ekki síður kerfisins sem gerði honum kleift að níðast á þeim öll þessi ár.

Alríkislögreglan hafi brugðist

Biles var ein af mörgum fimleikakonum sem lýstu reynslu sinni af misnoktun Nassar í dag, en þær kalla nú eftir því að bandaríska alríkislögreglan taki ábyrgð á mistökum sem gerð voru við rannsókn málsins á sínum tíma.

Í júlí var það gefið út að bandaríska alríkislögreglan hefði ekki meðhöndlað málið af þeirri alvöru sem hefði þurft. En Larry Nassar átti í miklum samskiptum að fjölda kvenna og barna á meðan á rannsókninni stóð. Hann er talinn hafa misnotað um fjörutíu fimleikakonur á því 14 mánaða tímabili sem rannsóknin stóð yfir.

Tveir meðlimir lögreglunnar eru sagðir hafa logið til þess að hylma yfir mistök við rannsókn málsins og eru fulltrúar einnig sagðir hafa neitað að taka skýrslur af fórnarlömbum sem hefðu stigið fram.

„Þau vissu ég var misnotuð af lækni þeirra“

„Ég vil ekki sjá aðra unga fimleikastúlku, ólympískan íþróttamann eða nokkurn einstakling upplifa hryllinginn sem ég og hundruð annara höfum þurft að lifa með, og höldum áfram að lifa með, í framhaldi af misbeitingu Larry Nassar“ sagði Simone Biles í tilfinningaþrungnum vitnisburði fyrir nefndinni.

„Svo það sé á hreinu þá kenni ég Larry Nassar um og ég kenni einnig öllu kerfinu um, sem gerði þetta kleift og framdi þetta níð hans“ sagði Biles. „Bandaríska fimleikasambandið, ólympíunefndin bandaríska og ólympíunefnd fatlaðra vissu að ég var misnotuð af lækni þeirra löngu áður en ég fékk að vita af vitneskju þeirra“.

Biles segir alla þess aðila hafa brugðist, þar sem enginn þeirra hafi verndað þær. „Þau brugðust okkur og við eigum heimtingu á skýringum“.

Tengdar fréttir

Ólympíuleikar

Biles kom til baka og náði í brons

Ólympíuleikar

Íþróttafólk forritað til að sýna ekki veikleika sína

Ólympíuleikar

Biles: Ég hef ekki sama sjálfstraust og áður

Erlent

Háskólinn í Michigan sektaður vegna Nassar