Mynd: SAF

Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.
Forystumenn flokka ræða viðspyrnu í ferðaþjónustu
16.09.2021 - 13:50
Ferðaþjónustudagurinn 2021 er haldinn í Silfurbergi í Hörpu í dag, en að honum standa Samtök ferðaþjónustunnar. Viðspyrna í ferðaþjónustu - samtal við stjórnmálin er yfirskrift dagsins.
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, flytur ávarp áður en forystufólk stjórnmálaflokkanna tekur þátt í pallborðsumræðum. Þar verður sjónum beint að viðspyrnu í ferðaþjónustu, áætlunum um árangur og leiðum að settu marki.
Þátttakendur í pallborði:
- Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn
- Björn Leví Gunnarsson, Píratar
- Guðmundur Auðunsson, Sósíalistaflokkur Íslands
- Katrín Jakobsdóttir, Vinstri græn
- Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Samfylkingin
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkurinn
- Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsókn
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn
Umræðustjórar: Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA. Dagskráin hefst klukkan 14.