Rúmlega 6000 af 7000 börnum og unglingum hafa mætt

Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Um 80 prósent barna og unglinga hafa þegar mætt í seinni COVID sprautuna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgasvæðisins segir það svipað hlutfall og í öðrum aldurshópum. Áfram verði unnt að mæta í bólusetninguna.

Heimtur hafa verið ágætar við seinni bólusetningu barna og unglinga síðustu daga. Sex þúsund börn af sjö þúsund sem komu í fyrstu sprautu hafa þegar mætt.     

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir algengara að yngra fólk falli í yfirlið í bólusetningunni en börnin hafi staðið sig með eindæmum vel og mikilvægt sé að foreldrarnir mæta með þeim. Opið hús verður á Suðurlandsbraut frá  10 til 3  virka daga.

„Við höfum jafnvel heyrt að það eru nokkrir hópar sem eru í skólaferðalögum og þeir eru að sjálfsögðu velkomnir bara þegar þeir koma til baka."

„Er eitthvað sérstakt sem þið þurfið að hafa í huga þega þið bólusetjið börn og unglinga sem er frábrugðið því þegar þið bólustetjið fullorðna fólkið?"  „Já við setjum upp alveg sérstakar aðstæður fyrir börnin. Þá eru alltaf tveir og tveir stólar saman þar sem foreldri fylgir með og síðan erum við með sérstakar aðstæður til að geta tekið á móti börnum sem að eru hrædd eða kvíðin og tekið þau afsíðis og gefið þeim miklu betri tíma þannig að við teygjum okkur í allt aðrar áttir þegar við erum með börnin."