Rignir í öllum landshlutum næstu daga en frekar hlýtt

15.09.2021 - 08:14
Innlent · Haust · Rigning · Veðurstofan · Veður
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Næstu dagar verða vætusamir í öllum landshlutum, þótt einhverjir hlutar daganna verði alveg þurrir. Smálægðir við landið sjá til þess að vindáttir verði breytilegar en hiti verður þokkalegur, á bilinu 5-17 stig næstu þrjá daga.

Búast má við sunnan- og suðvestanátt 5-13 m/s og rigningu með köflum sunnan til, en nokkurn veginn þurru fyrir norðan. Suðaustanátt 8-15 stig og rigning á vestanverðu landinu í kvöld. 

Á morgun má gera ráð fyrir rigningu og hægari vindi með norðlægri átt 5-10 stig. Hiti verður á bilinu 8-15 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Svipað á föstudag en þá má búast við að kólni nokkuð í veðri.