Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Líkamsárásir og íkveikjur í höfuðborginni

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk þrjár tilkynningar um líkamsárásir í gærkvöldi. Tvisvar var kveikt í pappagámi í Neðra-Breiðholti með nokkurra stunda millibili án þess að miklar skemmdir yrðu.

Ekki er vitað hver kveikti í. Á áttunda tímanum í gærkvöldi voru þrír handteknir eftir árás í Háaleitis- og Bústaðahverfi en tveir voru fluttir á bráðamóttöku.

Ekki er vitað um meiðsli að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Skömmu fyrir tíu handtök lögregla mann grunaðan um árás en sá sem fyrir varð hlaut minniháttar meiðsli.

Húsráðandi í Neðra-Breiðholti hljóp í gærkvöld uppi unglinga sem voru að gera dyraat í hverfinu. Hann náði einni úr hópnum og hélt henni þegar lögreglu bar að. Málið var tilkynnt til barnaverndar.  

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV