Fram og Val spáð Íslandsmeistaratitlum í handbolta

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Fram og Val spáð Íslandsmeistaratitlum í handbolta

15.09.2021 - 13:00
Fram vinnur Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild kvenna í handbolta og Valur ver titilinn í Olís deild karla ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaga í deildinni fyrir komandi tímabil.

Olís deild karla hefst á morgun og kvenna á laugardaginn kemur. KA/Þór sem vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrra er spáð þriðja sætinu í Olís deild kvenna og Val öðru sætinu. Aðeins einu stigi munaði á Fram og Val í efstu tveimur sætunum í spáni þar sem Fram fékk 127 stig en Valur 126. Þá fékk KA/Þór 118 stig. Aftureldingu er spáð falli úr deildinni.

Í spánni fyrir Olís deild karla fékk Valur 15 stigum meira en Haukar í öðru sætinu en Valur fékk 348 stig og Haukar 333. Þá er ÍBV spáð þriðja sætinu með 273 stig. Þá er nýliðum deildarinnar HK og Víkingi spáð falli.

Spá fyrir Olís deild kvenna:
1. Fram - 127 stig
2. Valur -126 stig
3. KA/Þór - 118 stig
4. Stjarnan - 99 stig
5. ÍBV - 82 stig
6. HK - 50 stig
7. Haukar - 47 stig
8. Afturelding - 23 stig

Spá fyrir Olís deild karla:
1. Valur - 348 stig
2. Haukar - 333 stig
3. ÍBV 273 - stig
4. FH - 258 stig
5. Stjarnan - 246 stig
6. KA - 209 stig
7. Afturelding - 189 stig
8. Selfoss - 187 stig
9. Fram - 131 stig
10. Grótta - 99 stig
11. HK - 57 stig
12. Víkingur - 46 stig