Bjóða kvennalandsliðinu eins samninga og körlunum

epaselect epa07661444 USA's Lindsey Horan (L) celebrates scoring the first goal with USA's Megan Rapinoe (R) during the FIFA Women's World Cup 2019 group F match between Sweden and USA in Le Havre, France, 20 June 2019.  EPA-EFE/PETER POWELL .
 Mynd: EPA - RÚV

Bjóða kvennalandsliðinu eins samninga og körlunum

15.09.2021 - 11:45
Bandaríska knattspyrnusambandið hefur boðið kvennalandsliði sínu eins samninga og karlalandsliðinu. Þá segir sambandið að það krefjist þess sömuleiðis að þáttöku- og verðlaunafé fyrir heimsmeistarmótið í fótbolta verði jafn hátt fyrir konur og karla.

Banda­rísk­ar kvennalandsliðið hefur hefur árum saman gagn­rýnt það að þær fái lægra borgað en karlarnir. Ekki síst þar sem þær hafa náð mun betri árangri, fjórum heimsmeistaratitlum og fjórum Ólympíutitlum. Árið 2019 stóðu landsliðskonur fyrir málsókn vegna þessa sem var síðar felld niður.

Samningur við karlaliðið rann út í desember 2018 og samningur við kvennaliðið rennur út í desember næstkomandi. Bandaríska knattspyrnusambandið hefur nú sagt í yfirlýsingu að eina leiðin áfram sé að greiða konum og körlum jafn mikið fyrir landsliðsverkeni.

Kvenna- og karlalandslið Bandaríkjanna verði þó áfram einna hæst borguðu landslið heims. Breytingin ætti sömuleiðis ekki að hafa áhrif á ákvæði um meðgöngu- eða fæðingaorlof, segir í tilkynningu frá sambandinu.

FIFA greiddi 400 milljónir dollara í verðlaunafé til liðanna 32 sem tóku þátt á HM karla 2018 þar af fóru 38 milljónir dollara til heimsmeistara Frakka. Þá voru aðeins 30 milljónir dollara sem fóru til 24 liða á kvennamótinu, þar af 4 milljónir dollara til bandaríska landsliðsins sem urðu heimsmeistarar. Bandaríska knattspyrnusambandið krefst þess að þetta verði jafnað.

Hvorki karla- né kvennalandslið Bandaríkjanna hefur tjáð sig um þetta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins enn sem komið er.