Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Íslendingar eiga fulltrúa á norska Stórþinginu

14.09.2021 - 13:54
Mynd: RÚV / RÚV
Mímir Kristjánsson var meðal þeirra sem náði kjöri á norska Stórþingið í þingkosningunum þar í landi í gær. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem nær kjöri í Noregi.

Mímir er uppalinn í Noregi en á íslenskan föður. Hann tekur sæti fyrir rauðliða í Stavanger. Það kjördæmi hefur verið heiðblátt í gegnum tíðina. Að mati Mímis hefur misskipting verið mikil í landinu sem er vellauðugt en ekki allir fá að njóta góðs af því. 

Hann segist brenna fyrir velferðarmál og vill leggja lóð sitt á vogarskálar fyrir fólk sem á við félagsleg vandamál að stríða og vill vinna en fær ekki tækifæri til þess. Fréttastofa náði tali af Mími í morgun. Viðtal við hann má sjá hér fyrir ofan.