Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Gylfi ekki í úrvalsdeildarhópi Everton

Mynd með færslu
 Mynd: EPA-EFE - PA POOL

Gylfi ekki í úrvalsdeildarhópi Everton

11.09.2021 - 18:53
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki á meðal þeirra 24 leikmanna Everton sem skráðir eru til leiks í úrvalsdeildinni í vetur.

Ensku félögin skiluðu inn endanlegum leikmannalistum í gær. Félögin mega skrá 25 leikmenn til leiks en Rafael Benitez, knattspyrnustjóri liðsins, ákvað að velja 24 leikmenn. Hægt er að gera breytingar á listanum í janúar þegar félagaskiptaglugginn opnar að nýju.

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki á lista Benitez. Sú ákvörðun kemur vart á óvart því hann var handtekinn og húsleit gerð á heimili hans vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Málið er enn í rannsókn lögreglu og gengur leikmaðurinn laus gegn tryggingu til 16. október hið minnsta.

Everton sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að leikmaður liðsins hafi verið sendur í leyfi á meðan rannsókn stæði yfir. Þá kom hann ekki til greina í landsleikjahrinu íslenska liðsins á dögnum vegna sama máls.

Óvíst er hvort Gylfi spili aftur í bláu treyjunni, í það minnsta gerir félagið ekki ráð fyrir að nota hann fyrr en í janúar hið fyrsta.

Tengdar fréttir

Innlent

„Ég hef ekki haft samband við Gylfa“

Fótbolti

Landsliðshópur Íslands - Aron og Gylfi ekki með

Fótbolti

Gylfi áfram laus gegn tryggingu

Fótbolti

The Sun segir Gylfa hafna ásökunum