Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tíu látnir eftir eldsvoða á COVID-19 deild sjúkrahúss

09.09.2021 - 01:24
epa09456369 Smoke rises as firemen and civilians try to extinguish a fire that broke out at a hospital for Covid-19 patients in Tetovo, Republic of North Macedonia, 08 September 2021. Multiple casualties have been reported by Ministry of Health when a fire, thought to have been triggered by oxygen cylinders that provide oxygen to patients with a more severe clinical case of Covid-19, broke at the hospital.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tíu eru látnir eftir að eldur kviknaði á sjúkrahúsi í borginni Tetovo í Norður-Makedóníu í dag. Eldurinn braust út í álmu sjúkrahússins þar sem hugað var að sjúklingum með COVID-19.

AFP fréttastofan hefur eftir heilbrigðisráðherranum Venko Filipce að hann óttist að tala látinna eigi eftir að hækka.

Að sögn forsætisráðherrans Zoran Zaev kviknaði eldurinn eftir sprengingu. Rannsókn er hafin á upptökum eldsvoðans.

 

Slökkviliði var gert viðvart um kvöldmatarleytið í kvöld að íslenskum tíma. Tæpan klukkutíma tók að slökkva eldinn. Álman var reist í fyrra til þess að taka á móti sjúklingum með COVID-19.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV