Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Söngkona í stað tölvu í lagi um mennskar tilfinningar

Mynd: Klassíkin / RÚV

Söngkona í stað tölvu í lagi um mennskar tilfinningar

07.09.2021 - 14:19

Höfundar

Jóna G. Kolbrúnardóttir söng lag Jóhanns Jóhannssonar, Odi et amo, í Klassíkinni okkar.

Þetta óvenjulega lag er úr leikritinu Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson sem Hafnarfjarðarleikhúsið setti upp árið 2001. Jóhann Jóhannsson heitinn samdi tónlistina í verkinu. 

Lagið Odi et amo er samið við texta rómverska skáldsins Catúllusar, Odi et amo – ég hata þig og elska.

Í upphaflegri gerð Jóhanns er það forláta tölva sem syngur þetta lag um þessar mannlegu tilfinningar en í Klassíkinni okkar var það kona af holdi og blóði, sópransöngkonan Jóna G. Kolbrúnardóttir.


Klassíkin okkar var að þessu sinni helguð leikhústónlist. Listafólk Þjóðleikhússins, Sinfóníuhljómsveit Íslands og fjöldi einsöngvara flutti þjóðinni leikhúsperlur. Þú finnur Klassíkina okkar í spilara RÚV.

Tengdar fréttir

Tónlist

Jóhann fer á kostum sem Tevje mjólkurpóstur

Menningarefni

Átakanlegur vitnisburður um örlög í sýndarmennsku

Tónlist

„Maður á ekki að vera hræddur við geðveikina“

Tónlist

Eftirlætis leikhúslag þjóðarinnar er Hvert örstutt spor