Sjálfsrækt að rækta grænmeti

Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir / RÚV

Sjálfsrækt að rækta grænmeti

07.09.2021 - 09:05

Höfundar

Hjónin Sigrún Héðinsdóttir og Jóhann Thorarensen ætla ekki að setjast í helgan stein þegar þau komast á eftirlaunaaldur. Í bakgarði sínum við Kambsmýri á Akureyri rækta þau grænmeti, ávexti og kryddjurtir og nú hafa þau opnað þar litla garðyrkjustöð.

„Þegar maður ræktar grænmeti er maður að rækta sjálfan sig í leiðinni,“ segir Jóhann Thorarensen sem hefur starfað sem garðyrkjumaður á Akureyri í áraraðir. Sigrún segir að þau hjónin séu bæði alin upp við ræktun. 

„Þegar við hófum búskap rétt um tvítugt datt okkur ekki annað í hug en að rækta eitthvað og svo hefur það orðið okkar leiðarljós að rækta mest af okkar grænmeti sjálf.“

 

Sigrún Héðinsdóttir og Jóhann Thorarensen
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir - RÚV
Eplauppskeran er góð í ár.

Vilja leyfa öðrum að njóta

Síðustu árin hafa Sigrún og Jóhann komið sér upp sannkölluðum sælureit í bakgarðinum hjá sér og þar eru þau dugleg að gera tilraunir. Núna, þegar farið er að síga á seinni hluta starfsævinnar, langar þau að leyfa fleirum að njóta og þannig varð Litla garðyrkjustöðin til. 

„Við fórum að hugsa um hvað við gætum gert og baklóðin býður bara upp á þetta,“ segir Jóhann. Þau hyggjast nú draga smám saman úr föstu vinnunni sinni og hlakka til að verja enn meiri tíma í garðinum.

Rætt var við Jóhann og Sigrúnu í þættinum Sögur af landi á Rás 1. Hér er hægt að hlusta á allt viðtalið. 

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Þetta er réttarmorð, það er það sem það var“

Menningarefni

Varla viðræðuhæf út af fjöllunum

Menningarefni

Sauðfjárverndin var aðeins einn maður

Menningarefni

„Velti stundum fyrir mér hvaða augum aðrir sjá mig“