Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo látinn

epa09451560 (FILE) - French actor Jean-Paul Belmondo is greeted during a Special Tribute during the 42nd annual Cesar awards ceremony held at the Salle Pleyel concert hall in Paris, France, 24 February 2017 (reissued 06 September 2021). French actor Jean-Paul Belmondo has died aged 88 on 06 September 2021.  EPA-EFE/IAN LANGSDON
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo látinn

07.09.2021 - 04:15

Höfundar

Franski kvikmyndaleikarinn Jean-Paul Belmondo er látinn 88 ára að aldri. Hann vakti fyrst atygli sem leikari í kvikmynd Jean-Luc Godards À bout de souffle frá árinu 1960.

Belmondo lék í alls áttatíu kvikmyndum af ýmsu tagi en Emmanuel Macron Frakklandsforseti kallaði hann þjóðargersemi í færslu á twitter eftir að fréttist af andláti hans. 

Belmondo fæddist 9. apríl 1933 í Neuilly-sur-Seine, úthverfi Parísar en Paul faðir hans var myndhöggvari og fjöldi höggmynda hans prýðir lystigarða borgarinnar. 

Belmondo reyndi fyrir sér sem hnefaleikari en sá ferill varð stuttur því fljótlega ákvað hann að snúa sér að leiklistinni. Nefbrotið má þó rekja til æsku Belmondos.

Eftir leiksigur í kvikmyndinni A Bout de Souffle varð hann táknmynd ungrar uppreisnargjarnrar kynslóðar líkt og James Dean í Bandaríkjunum, þótt hann þætti ögn ófríðari.

Ferill Belmondos var nokkuð langur en hann sneri sér fljótlega að leik í spennu- og gamanmyndum. Hann var tvíkvæntur og tvífráskilinn og eignaðist fjögur börn.