Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Áframhald réttarhalda vegna árásanna 11. september 2001

epa05177019 (FILE) A file picture dated 14 September 2005 shows a US flag at Delta Camp 5 on the United States Naval Station in Guantanamo Bay, Cuba. US President Barack Obama on 23 February 2016 presented his plans to close the Guantanamo Bay detention
 Mynd: EPA - EPA FILE
Réttarhöldum verður framhaldið í dag yfir fimmmenningum sem taldir eru sem taldir eru hugmyndasmiðir hryðjuverkanna í Bandaríkjunum árið 2001. Nokkrir dagar eru í að þess verði minnst að tuttugu ár eru frá atburðunum.

Khalid Sheikh Mohammed, Ammar al-Baluchi, Walid bin Attash, Ramzi bin al-Shibh og Mustafa al-Hawsawi eru ákærðir fyrir stríðsglæpi, þar á meðal hryðjuverk og fyrir að myrða nærri þrjú þúsund manns.

Mennirnir hafa verið í haldi í herstöð Bandaríkjanna á Guantanamo á Kúbu í næstum fimmtán ár. Allir eiga yfir höfði sér dauðarefsingu verði þeir fundnir sekir en búist er við að málareksturinn geti tekið allt að ár til viðbótar.

Sautján mánuðir eru síðan fresta þurfti réttarhöldunum vegna kórónuveirufaraldurins en nýr dómari hefur tekið við málinu, Matthew McCall sem er ofursti í flughernum.   

Verjendum fimmmenninganna og sækjendum í málinu er heimilt að kanna hug hans til málsins til að tryggja að hlutlægni hans. Verjendurnir segja skjólstæðinga sína vera orðna mjög veikburða vegna langrar fangavistar og grófra pyntinga við að ná fram játningum þeirra.

Sækjendur telja borðleggjandi að mennirnir fimm verði dæmdir sekir, þrátt fyrir þá harðneskju sem sýnd var við yfirheyrslurnar forðum.

Verjendur krefjast þess að fá afhent mikið magn leynilegra skjala varðandi aðstæður mannanna fimm auk þess sem tugir nýrra vitna verða kallaðir til. 

Hámarksöryggisgæsla er við réttarhöldin en fjöldi ættingja þeirra sem fórust í árásunum verður viðstaddur auk tuga frétta- og blaðamanna.