Hvanndalsbræður - Hraundrangi

Mynd: Hvanndalsbræður / Hraundrangi

Hvanndalsbræður - Hraundrangi

06.09.2021 - 15:30

Höfundar

Hljómsveitin Hvanndalsbræður fagnar 20 ára starfsafmæli á næsta ári og hefur í tilefnin af því sent frá sér nýja hljómplötu sem ber heitið Hraundrangi. Platan sem er sú áttunda frá bræðrunum og kom út í október á síðasta ári.

Hljómsveitin Hvanndalsbræður var stofnuð fyrir tæpum tuttugu árum af þeim Rögnvaldi Braga Rögnvaldssyni, Val Frey Halldórssyni og Sumarliða Helgasyni. Hugmyndina af sveitinni fengu þeir að sögn Wikipediu í ölæði í Hafnarstræti 107b, friðuðu húsi frá 1918 sem stendur í Skátagilinu á Akureyri.

 

Tónlist sveitarinnar skilgreina meðlimir sem þjóðlagapönk í galgopalegum stíl og hefur sveitin átt nokkur lög sem hafa náð vinsældum á Rás 2. Sveitin hefur verið iðin við tónleikahald í gegnum þessi tæpu tuttugu ár og er þessa dagana skipuð þeim Sumarliði Helgasyni, Rögnvaldi Braga Rögnvaldssyni, Vali Frey Halldórssyni, Pétri Steinar Hallgrímssyni, Valmari Valjaots, Arnari Tryggvasyni og Hauki Pálmasyni.

Nýja platan Hraundrangi inniheldur níu ný Hvanndals-lög og eitt Eistneskt þjóðlag sem þeir settu í nýjan búning. Platan er tekin upp í Studio Tónverk í Hveragerði og sá Bassi Ólafsson um upptökur, hljóðblöndun og masteringu. Auk þess kemur Ása Elínardóttir við sögu með því að syngja í laginu X.

Plata Hvanndalsbræðra - Hraundrangi er plata vikunnar á Rás 2 og verður spiluð í heild sinni ásamt kynningum á lögunum eftir 10 fréttir í kvöld mánudag og er aðgengileg í spilara.

Mynd með færslu
 Mynd: Hvanndalsbræður - Hraundrangi