Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Engar ákvarðanir enn um tilslakanir

Mynd með færslu
 Mynd: Bragi Valgeirsson - RÚV
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að miðað við þróun kórónuveirufaraldursins sé ástæða til að vera á leið til afléttinga á samkomutakmörkunum.

Ekki hafi þó enn verið tekin ákvörðun um það að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Heilbrigðisráðherra segir í samtali við blaðið að þau Þórólfur Guðnason ráði ráðum sínum eins og vanalega. Hún segir að tímasetningar tilslakana sé helsta spurningin.

Runólfur Pálsson yfirmaður COVID-19 göngudeildar Landspítalans staðfestir einnig að álag á deildina og gjörgæsludeild hafi minnkað og útlitið sé betra en fyrir tveimur til þremur vikum. 

Á laugardaginn greindust 22 með COVID-19 . Af þeim voru 14 í sóttkví en 8 utan sóttkvíar. Tíu voru fullbólusettir en 12 óbólusettir. Nýgengi smita síðustu tvær vikur á hverja 100.000 íbúa er 238,3.