Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fólksbíll eyðilagðist í bruna á Kleifaheiði

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lítill fólksbíll er ónýtur eftir að eldur kviknaði í honum á þjóðveginum á Kleifaheiði nærri Patreksfirði í kvöld. Slökkvilið Patreksfjarðar fékk tilkynningu um eldinn á tólfta tímanum og sendi einn slökkvibíll á vettvang.

Bíllinn varð fljótt alelda og er ónýtur eftir brunann eins og áður sagði. Tveir voru í bílnum, ökumaður og farþegi, en þeir komust út úr bílnum af sjálfsdáðum. Þeir biðu við þjóðveginn nokkra stund uns aðvífandi ökumaður tók þá upp í bíl sinn.

Vont veður er á svæðinu, rok og rigning og að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar slökkviliðsstjóra voru aðstæður erfiðar á staðnum. Ökumaður og farþegi slösuðust ekki en voru blautir, hraktir og kaldir eftir biðina í slagviðrinu. 
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV