Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Buttegieg hjónin eru orðnir tveggja barna foreldrar

epa08956125 Pete Buttigieg, US secretary of transportation nominee for U.S. President Joe Biden, smiles during a Senate Commerce, Science and Transportation Committee confirmation hearing in Washington, DC, USA, 21 January 2021. Buttigieg, is pledging to carry out the administration's ambitious agenda to rebuild the nation's infrastructure, calling it a 'generational opportunity' to create new jobs, fight economic inequality and stem climate change.  EPA-EFE/STEFANI REYNOLDS / POOL
 Mynd: epa
Buttigieg hjónin staðfestu í dag fæðingu tveggja barna sinna, drengs og stúlku. Pete Buttigieg samgönguráðherra er fyrsti opinberlega samkynhneigði ráðherrann í ríkisstjórn Bandaríkjanna.

Mynd af honum og Chasten eiginmanni hans birtist á samfélagsmiðlum í morgun þar sem hvor heldur á barni, brosandi út að eyrum. Chasten starfar sem kennari og rithöfundur. 

Buttigieg þakkaði góðar óskir um leið og hann bauð þau Penelope Rose og Joseph August velkomin í fjölskylduna. Óljósar fregnir bárust af börnunum í ágúst síðastliðnum en þá létu nýbakaðir foreldrarnir ekkert frekar uppi en mánuði fyrr tilynntu þeir um fyrirætlanir sínar um að ættleiða barn eða börn. 

Fjöldi fólks hefur samglaðst þeim á samfélagsmiðlum og jafnvel deilt myndum af nýfæddum börnum sínum. 

Buttigieg á ættir að rekja til Möltu og þaðan kemur þetta óvenjulega ættarnafn. Hann er tæplega fertugur, á stuttan feril að baki í stjórnmálum en hann var borgarstjóri í South Bend í Indiana áður en bauð sig fram í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV