
Heitasti vetur Nýja Sjálands frá upphafi mælinga
Stofnunin National Institute of Water and Atmospheric Research (NIWA) sem rannsakar loftslagsmál og vatnafar bendir á að hiti mánaðanna júní til ágúst sé 1,32 gráðum hærri en í meðalári og hærri en metárið í fyrra.
Gögn sýni að undanfarin tuttugu ár geymi sjö af heitustu vetrum frá árinu 1909. Nava Fedaeff, einn af veðurfræðingum stofnunarinnar, segir að hitastig sem áður þótti óvenjulegt þyki það ekki lengur.
Hún segir náttúruleg veðrabrigði hafa áhrif á sveiflur í hitastigi en munurinn nú liggi í magni koltvíoxíðs í andrúmsloftinu.
Jacinda Ardern forsætisráðherra lýsti því yfir á síðasta ári að þegar yrði að grípa til aðgerða í loftslagsmálum en Nýja Sjáland stefnir að fullri notkun endurnýjanlegrar orku fyrir árið 2035 og kolefnishlutleysi fyrir 2050.