Fimm hel hressandi við helgarþrifin

epa05998620 (FILE) US rapper Kanye West arriving for the 2016 Costume Institute Benefit at The Metropolitan Museum of Art in New York, New York, USA, 02 May 2016 (reissued 30 May 2017). Kanye West will celebrate his 40th birthday on 08 June 2017.  EPA/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA

Fimm hel hressandi við helgarþrifin

03.09.2021 - 12:00

Höfundar

Kanye West átti flestar fyrirsagnir í vikunni og við fáum tóndæmi frá séranum í fimmunni. Auk þess koma við sögu hulduhitt frá Caroline Polachek, sumarbústaðarstemning frá Sufjan Stevens ásamt Angelo De Augustine og hressandi post pönk sem passar við kraftskúringar frá Parquet Courts og Amyl & the Sniffers.

Kanye West ft The Weeknd & Lil Baby - Hurricane

Þeir sem eru með lágmarks lífsmarki hafa orðið þess varir að Kanye West var að gefa út sína tíundu plötu í vikunni, þar sem Eiðfaxi er væntanlega eina tímaritið í heiminum sem hefur ekki enn fjallað um þennan menningarviðburð. Platan er sú tíunda í röðinni frá séranum og skýrð Donda í höfuðið á móðir Kanyes. Gagnrýnendur hafa legið á vinnuveitendum sínum um að fá að skrifa yfirvinnutíma vegna vinnu sinnar við rýnina og eru sammála um að hún sé alltof löng - en líka á því að þarna séu nokkrar Kanye perlur sem verði ódauðlegar.


Caroline Polachek - Bunny is a Rider

Um miðjan júlí sendi bandaríska tónlistarkonan Caroline Polachek út lagið Bunny is a Rider. Lagið er svokallað sleeper hit á bransamáli sem er hugtak yfir lög sem slá ekki í gegn við útgáfu en vinna á með tímanum og ná meiri og meiri vinsældum á streymisveitum og í útvarpi smátt og smátt.


Parquet Courts - Walking at a Downtown Pace

New York sveitin frábæra Parquet Courts lét vita á dögunum að nýja platan þeirra Sympathy for Life kæmi út í enda október með því að senda frá sér slagarann Walking at a Downtown Pace. Lagið stendur undir nafni og nýtur sín best í hressilegum göngutúr um þéttbýli með hljóðeinangrandi heyrnatól og í sportlegum klæðnaði.


Amyl and The Sniffers - Guided By Angels

Ástralska rokksveitin Amyl and The Sniffers er að vanda yfir meðallagi hress í laginu og myndbandinu Guided By Angels. Lagið gáfu þau út til að minna á að plata þeirra Comfort To Me kemur út næsta föstudag og fjallar að venju um allt sem þeim finnst pirrandi.


Sufjan Stevens & Angelo De Augustine - Back To Oz

Til að róa okkur niður eftir allan þennan æsing fáum við Sufjan Stevens og Angelo De Augustine sem sendu nýlega frá sér lagið Back To Oz. Lagið verður að finna á A Beginner’s Mind plötu sem kemur út í lok september og er innblásin af videoglápi og sumarbústaðarferð strákanna.


Fimman á Spotify